Ýmsar ástæður geta legið á bak við svefntruflanir. Hugsanir um vinnutengd málefni, stress og áhyggjur af fjölskyldumeðlimum eru algengustu ástæður fyrir svefntruflunum. Slíkar truflanir geta haft gríðarleg áhrif á einstakling á mismunandi löngum tíma. Svefn er ein af undirstöðum þess að einstaklingur sé starfhæfur frá degi til dags. Í svefni endurnýjast frumur í heilanum og skammtímamynni yfirfærist yfir í langtímaminni. Það er oft erfitt að stjórna hugsunum en það eru nokkrar leiðir sem sérfræðingar mæla með sem eiga að stuðla að betri svefni.
- Farðu í rúmið á sama tíma og á fætur á sama tíma.
Taktu frá 8 tíma af deginum fyrir svefn og farðu ávallt á sama tíma að sofa. Sérfræðingar mæla með að fullorðnir einstaklingar nái að minnsta kosti 7 tíma svefni á sólarhring en flestir þurfa ekki meiri svefn en 8 tíma. Ef þú nærð ekki að sofna innan 20 mínútna þá skaltu fara út úr svefnherberginu og slakaðu á frammí stofu með bók eða rólegri tónlist. Farðu síðan aftur upp í rúm þegar þú finnur fyrir þreytu.
- Hafðu í huga hvað þú ert að borða fyrir svefninn.
Ekki fara svangur í rúmið eða of saddur. Forðastu stórar máltíðir rétt fyrir svefninn, nikótín og kaffi. Áfengi getur líka valdið svefntruflunum og haft áhrif á svefngæði.
- Svefnherbergið og umhverfi.
Umhverfi svefnherbergisins á að vera afslappandi. Mjúkir og mildir litir á veggjum og húsbúnaði sem og rúmfatnaði leggja grunninn að hugarástandi þess sem þar sefur. Hafið í huga að nota myrkvunargardínur, eyrnatappa ef þarf eða annan búnað sem stuðlar að ró og svefni. Jafnframt getur verið gott að fara í heitt bað rétt fyrir svefninn og ná að slaka á við kertaljós.
- Takmarkaðu „að leggja sig“.
Eins gott og það er nú að leggja sig um miðjan dag þá getur það haft veruleg áhrif á svefninn að nóttu. Forðastu að leggja þig lengur en í 30 mínútur yfir daginn.
- Hreyfðu þig daglega.
Góð vísa er aldrei of oft kveðin eins og að hvetja fólk til daglegrar hreyfingar. Passaðu samt að hafa hreyfistundina þína ekki of nálægt háttatíma. Miðaðu við að vera í ró að minnsta kosti 2 tímum fyrir áætlaðan háttatíma.
Eigið góðar stundir 😊