Bökum og „boxum“ í fallega bauka

Nú líður að þeim tíma að húsmæður landsins byrja að baka fyrir komandi hátíð. Í tilefni af því höfum við hjá Vorhus living by Sveinbjörg hannað skemmtilegan kökubauk þar sem hægt er að setja í smákökur eða heilu staflana af laufabrauði. Baukarnir eru væntanlegir í sölu hjá sölustöðum okkar um land allt um miðjan nóvember - en við ætlum að taka forskot á sæluna og kynna og selja nokkur stykki á Ráðhúsmarkaðnum, hönnunarmarkaður í Ráðuhús Reykjavíkur, dagana 3. til 7. nóvember. Hlökkum til að sjá sem flesta 🙂