Bretti sem þú mátt ekki missa af í sumar

Falleg bretti má nota á ýmsa vegu. Þau eru falleg sem útstilling í eldhúsi, þau eru falleg á borðum með ostum og sultu og þau eru góður nytjahlutur fyrir brauð og kökur sem dæmi. Nýju brettin frá Vorhús eru úr hönnun Sveinbjarga og fást í sex mismunandi gerðum. Þau eru gerð úr MDF efni sem er sterkt og endingagott í skurðarbretti.

Skurðarbretti úr smiðju Vorhús - Sveinbjörg. Blátt að lit.

Bláa skurðarbrettið með Garðveislumunstri kemur afar vel út með bláa matar-og kaffistelli Vorhús og prýðir falleg eldhús. Góð hugmynd að nota stöng ofan við borðplötu og hengja upp.

Brettin fást einnig með Garðveislumynstri í fallega fölgrænum lit sem er afar vinsæll um þessar mundir og einnig í klassískum gráum tónum.
Skurðarbrettin koma einnig með hinu sívinsæla munstri Hrafn að nóttu og Hrafn að degi. Munstrið er unnið upp úr 30 ára myndlistaverki Sveinbjargar upprunalega og hefur notið gífurlegra vinsælda frá upphafi.

Einnig fæst skurðarbrettið með Garðveislumynstri Sveinbjargar í rósa bleikum lit.

Nýtt frá Vorhús er einnig þessi bleiki löber úr 100% bómull í stærðinni 130x38cm. Ljúfir rósableikir tónar falla vel að dökkum sem ljósum borðplötum.

 

Blár er klassískur litur í matarstelli og fallegur löber og skurðarbretti í stíl fullkomna borðhaldið.

Vörur Vorhús er hægt að versla hér á vefsíðu okkar sem og í völdum hönnunar-og lífsstílsverslunum um land all. Sjá nánar hér.

 

#islenskhonnun #eldhus #interior #scandinaviandesign #sveinbjorg #vorhus #kitchen #cuttingboards