Ekta Lindu Ben kaka á kökudiski Vorhús í Epal á Hönnunarmars

Vorhús frumsýndi nýtt matar-og kaffistell um síðustu helgi í Epal á sýningu Hönnunarmars. Á borðinu var guðdómleg kaka úr smiðju Lindu Ben og höfum við fengið ófáar fyrirspurnirnar um uppskrift að kökunni. Á síðu Lindu Ben er hægt að nálgast uppskriftina og aðferðina: http://lindaben.is/recipes/vanillu-terta-med-silkimjuku-vanillu-smjorkremi/

Við þökkum öllum þeim sem gátu kíkt og bendum á að stellið er nú komið í sölu í verslun Vorhus á Akureyri og hjá Epal í Skeifunni, Dúku í Kringlunni og Garðheimum ásamt 18 Rauðum rósum í Kópavogi. Eins kemur það í sölu á næstu dögum í verslanir um land allt eins og Bústoð Keflavík, Motívo Selfossi, Eymundsson Akureyri og fleiri verslunum.
Njótið vel 🙂