Fríða Gylfadóttir rekur vinsæla Súkkulaðikaffihús Fríðu á Siglufirði og hefur staðið vaktina þar um árabil eða frá því að hún opnaði kaffihúsið árið 2016. Ævintýrið byrjaði á því að Fríða missti vinnuna og ákvað með manni sínum að gera eitthvað úr áhugamálinu að búa til konfekt og opna súkkulaðikaffihús. Fríða skellti sér til Belgíu í súkkulaðiskóla á meðan iðnaðarmennirnir á Siglufirði voru í óða önn að koma kaffihúsinu upp. Fríða heillaðist af belgísku súkkulaði og hefur alla tíð notað súkkulaðið Callebaut í framleiðslu sína, en það var súkkulaðið sem skólinn notaði í kennslunni.
Páskaeggin verða vinsælli með hverju árinu sem líður
„Ég er frekar lítið trúuð en hef gaman af Páskunum og þó mest megnis af minningunum sem þeim fylgja og mér finnst því nauðsynlegt að halda upp á Páskana með góðu og fallegu páskaeggi.“ segir Fríða en hennar uppáhaldsminning er frá Páskum þar sem þær systur voru farnar að sofa og foreldrar þeirra stilltu upp páskaeggjunum við rúmið þeirra. Það reyndist þeim systrum oft erfitt að sofa nóttina fyrir Páska og vöknuðu þær iðulega um miðja nótt til að kíkja á páskaeggin, en það var þó harðbannað að byrja á þeim fyrr en um morguninn og allir voru vaknaðir. Yngri systir Fríðu var iðulega vöknuð á undan og beitti alls konar aðferðum við að vekja stóru systur. „Hún átti það til að pota í eyrað á mér eða tosa í hárið á mér þar til ég vaknaði og því var ég ávallt vöknuð á Páskadagsmorgni fyrir allar aldir.“ segir Fríða og hlær dátt að minningunni. „Að mínu mati er það ekki magnið af súkkulaði sem maður fær á Páskadagsmorgni, heldur fagurleiki þeirra, bragðið og síðast en ekki síst fólkið manns sem maður deilir því með.“
Vorhús er söluaðili Fríðu á Akureyri
Vorhús selur páskaegg frá Fríðu og eru þau komin í verslun okkar á Akureyri. Við bjóðum upp á ýmsar stærðir og gerðir og síðast seldust þau upp löngu fyrir Páska. Það er því ekki seinna en vænna að næla sér í einstakt páskaegg í verslun Vorhúsa, Hafnarstræti 71, eða hjá Súkkulaðikaffihúsi Fríðu á Siglufirði. Tökum fram að páskaeggin eru ekki send með Póstinum þar sem þau eru svo brothætt, en hægt er að hringja í síma 461-3449 og panta egg og sækja síðar.