Fullkomin hjónabandssæla á sunnudagskvöldi að hætti Vorhús

Mjúk hjónabandssæla sem er góð í marga daga þ.e.a.s. ef hún klárast ekki á fyrsta degi! Þessi er dásamleg og eiginlega ávanabindandi. Það er ekki verra að hita hana aðeins áður en maður gæðir sér á henni 🙂

Mamma hnoðaði deigið saman í höndunum en ég nota hrærivél til að hjálpa mér. Minnkar vinnuna um helming.

Uppskrift:

2 bollar hveiti

3 bollar haframjöl

1 bolli sykur

1 bolli púðursykur

1 tsk matarsódi

½ tsk salt

250g smjör eða smjörlíki, skorið í bita.

1 egg

3 msk mjólk

Rabbabarasulta

Þessu öllu, nema sultunni, blandað saman í skál og hnoðað í höndum eða í hrærivél.

Aðferð:

Helmingnum af deiginu er þrýst í botnana á tveimur hringformum klæddum bökunarpappír (Deigið passar líka í eina ofnskúffu).Deigið er svolítið klístrað svo þetta er þolinmæðisverk. Þegar því er lokið þá er rabbabarasultu smurt yfir. Mér finnst best að hafa svolítið mikið af sultu en annars er magnið eftir smekk hvers og eins. Afganginum af deiginu er dreift yfir sultuna í smábitum þannig að það sjáist aðeins í sultuna.

Bakið botninn neðst í ofni við 200°c þangað til kakan er komin með gylltan lit. Ca. 30 mín. Fer eftir ofnum best er að fylgjast vel með henni.

Berið fram með rjóma og bjóðið uppáhalds fólkinu ykkar í kaffi 🙂