Hönnun

Vorhús hefur það að markmiði að vinna með falleg einstök munstur sem tengjast náttúru Íslands og endurspeglast í notagildi og skemmtilega fjölbrettum vörum. Helstu hönnunarlínur Vorhús tengjast hrafninum, þröstum og reyniviðnum og eru þær hvað þekktastar undir nafni hönnuðarins, Sveinbjörg Hallgrímsdóttir.

Munsturshönnun er aldagömul hefð sem hefur fjölmargar birtingarmyndir en skandinavísk hönnun, eins og við þekkjum hana í dag, fer að ryðja sér til rúms um 1930 og tengist öllum Norðurlöndunum, þar á meðal Íslandi. Um 1950 fer íslensk hönnun að koma fram á sjónarsviðið og hefur síðan þá blómstrað og dafnað. Þrátt fyrir smæð íslenska markaðarins hefur Vorhús náð gríðarlegum árangri og skartar nú stórri vörulínu með nytjahlutum fyrir öll rými heimilisins. Við þökkum okkar viðskiptavinum samfylgdina nú sem áður og vonum að við fáum að njóta tryggðar ykkar áfram um ókomin ár.