Jólakort í ár – dreifum gleðinni

Nú hefur aldrei verið jafn réttur tími til að dreifa gleðinni og senda kveðjur til ástvina. Aukin samvera fjölskyldunnar gefur okkur tækifæri til að dusta rykið af jólakortaskrifum. Allir fjölskyldumeðlimir geta tekið þátt. Handskrifuð kveðja til fjölskyldu og vina um jólin gæti glatt meira en við getum gert okkur í hugarlund. Hugmyndir að skrifum gæti til dæmis verið upprifjun á góðri samveru, þakkir fyrir góðsemi og uppástungur um samveru fyrir framtíðina.
Jólakort Vorhús "Af himnum ofan" er úr smiðju Eydísar Ólafsdóttur, hönnuði hjá Vorhús, og skartar snjókorni sem fellur af himnum ofan. Það kemur í tveimur stærðum: 12,5 x 12,5 cm og 7 x 7 cm. Henta bæði sem jólakort fyrir jólakveðjur og sem merkimiðar á jólapakkana. Fæst í vefverslun Vorhús hér og í verslun Vorhús, Hafnarstræti 71, 600 Akureyri.