ULLARTEPPI
Margir litir - Margar gerðir
SKOÐA
Slide 2 Heading
Lorem ipsum dolor sit amet consectetur adipiscing elit dolor
Click Here
Slide 3 Heading
Lorem ipsum dolor sit amet consectetur adipiscing elit dolor
Click Here
Previous slide
Next slide

KETO kakó fyrir sælkerana

KETO mataræðið hefur hrist upp í landanum undanfarið árið og höfum við hér hjá Vorhús ekki misst af lestinni. Starfsmenn Vorhús hafa undanfarna mánuði gert ýmsar tilraunir í eldhúsinu og deilt uppskriftum að ýmsu góðgæti. Eitt af því sem er orðið að vana hjá okkur hér er morgunbollinn – sumir með kakó og aðrir með kaffi. Eftir þónokkuð margar tilraunir með KETO kakó-tengdar uppskriftir er þessi orðin vinsælust:

KETO kakó Vorhús

150 ml af heitu vatni sett í bolla.

1 msk af smjöri hrært út í.

1 msk af kakóki (við notum appelsínugula kakóið frá Chadbury)

Hrært saman þar til smjörið er bráðnað.

4 msk af Örnu laktósafríum rjóma sett út í.

„Dass“ af þeyttum rjóma ofan á og smá kakóduft á toppinn.

Chadbury cocoa er "lúxus" í kakóið 🙂

Drekkist með gleði og góðum vinum á góðri stund.

 

#morgunbollinn #bollinnminn #ketokako #morgunstund