Ómótstæðileg súkkulaði og ostakaka – uppskrift

Elskarðu frönsku súkkulaðikökuna sem þú bakar iðulega á laugardögum fyrir fjölskyldu og vini? Finnst þér ostakökur ómótstæðilegar? Ef svo er þá er þetta uppskrift sem þú vilt ekki missa af.

Þessi uppskrift er tilturlega einföld í framkvæmd og tekur ekki langan tíma.
Undirbúningur: 5 mín - taka til hringform (smelluform), klippa hring úr smjörpappír sem passar ofan í hringformið. Undirbúa hrærivél með þeytara og taka til hráefnin.
Bökun á botni (súkkulaðikökubotninum): ca. 20 mín í 180°C blástursstillingu.
Útbúa ostakökufyllingu: 10 mín
Geymið í ísskáp í 3 klst áður en kakan er borin fram. Fallegt að skreyta yfirborð hennar með jarðaberjum eða öðrum berjum.
Hentar vel: 8 manns

Botn kökunnar: frönsk súkkulaðikaka
Kjarninn í góðri franskri súkkulaðiköku er að hræra egg og sykur vel saman í byrjun svo það lýsist vel og myndi loftbólur á yfirborðinu. Í þessari uppskrift þarf botninn aftur á móti að vera aðeins þéttari í sér en í hefðbundinni franskri súkkulaðiköku og því þarf að nota aðeins meira hveiti. Jafnframt þarf að passa að bræða smjör og súkkulaði saman á lágum hita og enda á að hella því í hræriskálina þar til í lokin. Hér er uppskriftin af botninum:
Þrep 1
2 egg
100gr sykur
Þeytt saman.
Þrep 2
1 dl af hveiti sáldrað til viðbótar við þrep 1 og hrært á meðan.
Þrep 3
100 gr smjör (ekki smjörlíki)
100 gr suðusúkkulaði (Siríus)
Brætt saman við vægan hita í potti og síðan helt út í hræriskálina með hinum hráefnunum og hrært vel saman.
Þrep 4
Bökunarpappírshringur settur í botninn á smelliforminu, hliðarnar smurðar með smá olíu á eldhúspappír.
Bakað í ofni (setjið inn í heitan ofn) á 180°C blæstri í ca 20 mín. Takið út eftir bakstur, losið úr forminu og setjið á disk og kælið við opinn glugga.

Ostakakan
Eftir að þú ert búin að taka súkkulaðikökubotninn út og hann er í kælingu er gott að útbúa ostakökufyllinguna:
Þrep 1
Þeytið 300gr af rjómaosti saman við 1 dl af flórsykri.
Bætið 2 dl af óþeyttum rjóma og 1 tsk af vanilludropum saman við og þeytið vel.
Þrep 2
Þegar botninn er orðinn kaldur er hringurinn á smelliforminu sett aftur utan um súkkulaðikökuna og ostafyllingunni hellt ofan í. Sett inn í ísskáp í ca 3 klst áður en kakan er borin framm. Takið smelluhringinn varlega af áður en þið berið fram kökuna.

Viðbót:
Ef þú vilt hafa kökuna extra fína er hægt að setja jarðarberjahlaup sem efsta lag kökunnar og/eða skreyta yfirborð hennar með berjum.

Njótið með ykkar nánustu 🙂