Nú þegar líður að jólum eiga fjölskyldur oft gæðastundir í eldhúsinu við bakstur. Þar koma saman ungir og aldnir og gleðin ræður ríkjum. Við piparkökubakstur verða ýmsar fígúrur til og eru skreyttar í öllum regnboganslitum.
Eftir nokkrar tilraunir í eldhúsinu varð þessi uppskrift fyrir valinu sem besta piparkökuuppskrift ársins 2019 að mati Vorhúsa.
Njótið með fjölskyldu og vinum – Gleðilega hátíð 😊
Piparkökudraumur - uppskrift
1 kg hveiti
4 tsk natron
4 tsk kanill
2 tsk engifer
2 tsk negull
¼ tsk pipar
2 tsk hjartasalt
500 gr sykur
2 dl síróp
2 dl kaffi
360 gr smjör
Hnoðið allt hráefnið saman, fletið út og skerið út gullfallegar pipakökur. Bakið við 200°C þar til kökurnar fara að brúnast. Takið út og látið kólna. Skreytið síðan með glassúr og stráið bismark muldum brjóstsykri yfir blautan glassúrinn.
Gleðileg jól 😊