Sumarlegar hugmyndir fyrir fjölskylduna

Á sumrin er margt hægt að gera með fjölskyldunni og hér eru nokkrar tillögur:
- fara í gönguferð við sjóinn og taka með handklæði til að busla í sjávarborðinu
- prufa nýja sundlaug sem fjölskyldan hefur ekki farið í áður: mælum með sundlauginni á Hofsós ef þið eruð á norðurlandinu 🙂
- taka frizbee með í fjöruferðina og myndavélina, taka myndir af fjölskyldunni á fallegu sumarkvöldi
- taka með nesti og skella sér í sveitarúnt, stoppa við fallegan afleggjara með teppi og gott kaffi eða kakó fyrir alla
- google "heitar laugar" og fá sér bíltúr út í sveit - það er þess virði!
- taka kvöldgöngutúr með börnunum með viðkomu í ísbúð - líka hægt að fara á hjólum 😉

Njótið sumarsins!