Sveinbjörg verður Vorhus living

Vorhus living
  • : VORHUS
  • 17. maí, 2016

Vorhus living er hönnunarhús sem vinnur náið með völdum hönnuðum að vöruþróun, framleiðslu og sölu á fallegum vörum sem hafa gott notagildi og eru framleiddar úr hágæða efniviði hverju sinni.

Fyrirtækið er upprunalega stofnað í lok árs 2007 af Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur og hefur um árabil selt hönnunarvörur undir nafni Sveinbjargar með góðum árangri. Samhliða auknum vexti erlendis og áhuga hönnuða á starfsemi fyrirtækisins var ákveðið að víkka út starfsemina í hönnunarhús og breyta nafni fyrirtækisins í Vorhus living.

Vorhus living dregur nafn sitt af gömlu bæjarnafni húss á Eyrarbakka sem langamma Sveinbjargar átti og hét Vorhús. Húsið stendur enn við sæinn á Eyrarbakka, reisulegt og fallegt eins og daginn sem það var byggt. Hlutverk hönnunarhúss er sambærilegt að mörgu leyti – staður þar sem fólk kemur saman og skapar framtíðina.

Velkomin!