Te og tebolli - uppruni og heillaráð tedrykkjumannsins

  • : Vorhus Living
  • 24. september, 2018

Fyrstu skráðu upplýsingarnar um tedrykkju manna eru frá Kína og eru nokkur þúsund ára gamlar en  te var þar notað sem lækningalyf. Það var ekki fyrr en á 17. öld að drykkurinn kom til Bretlands og varð mjög fljótt vinsælt og er enn þann dag í dag. Þar sem Kína var með einokunarstöðu á temarkaði fóru Bretar og keyptu kínverskar tejurtir á svörtum markaði í Kína og fóru að rækta te á Indlandi til útflutnings til Bretlands. Skemmtilegt er einnig frá því að segja að Bretar fóru fljótlega að nota sykur og mjólk í teið sitt upp úr aldamótunum 1700 en það hafði til dæmis aldrei tíðkast í Kína. Sökum þess jókst sykurinnflutningur inn til Bretland umtalsvert og var vöxtur hans í takt við innflutning á tevörum. Margar te tegundir hafa komið á markað í gegnum árin en vinsælustu tein eru svart te og grænt te.

Heillaráð tedrykkjumannsins: hellið heitu vatni í tebollann og látið standa á meðan að teið er útbúið. Með þessum hætti helst teið lengur heitt þegar í bollann er komið 🙂

Þú færð fullkominn tebolla Vorhús HÉR.

 

#te #teloving #elskumte #Vorhustebolli #bolli