Þjóðleg brauðterta úr eldhúsi landsliðskokks

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir er matreiðslumeistari og meðlimur í okkar framúrskarandi kokkalandsliði. Hún er einnig mikill aðdáandi brauðtertunnar sem hefur aldrei verið vinsælli en einmitt núna enda eru þær bæði góðar og stórglæsilegar á veisluborðinu.

Við fengum Fanneyju í lið með okkur til að útbúa einstaka brauðtertu með þjóðlegu ívafi í tilefni af 17. júní. Efniviðinn sótti hún að mestu í íslenska náttúru. Reyktur lax, söltuð sítróna, bleikjutartar, silungahrogn og kerfill prýða þessa stórglæsilegu þjóðhátíðarbrauðtertu.