Við eigum 10 ára afmæli – afmælisútgáfa: thermo bollar í silfri

Um þessar mundir á fyrirtækið okkar Vorhús 10 ára afmæli. Í tilefni af því er komin í sölu afmælisútgáfa af vinsælu thermo bollunum okkar, bæði með hrafnamynstri og garðveislumynstri, í silfri.
Vorhús, sem hét áður eftir hönnuði fyrirtækisins Sveinbjörg, hefur því náð þeim merka áfanga að vera áratug í rekstri og þökkum við ykkur kæru viðskiptavinir kærlega fyrir góðar viðtökur og traust ykkar á vörum okkar ár eftir ár. Við vonum að við munum eiga fleiri áratugi með ykkur í framtíðinni og hlökkum til þess að skapa fleiri skemmtilegar, litríkar, vandaðar og notagóðar hönnunarvörur sem prýða falleg heimili.
Kærar kveðjur frá Vorhús,
Sveinbjörg, Eydís, Sigríður og Fjóla