Vorhús mælir með: kanilsnúðum með marsipani!

Einföld uppskrift að gersnúðum sem bráðnar í munni.

 

850 gr hveiti

1 þurrgersbréf

1 tsk salt

1 msk vanilludropar

1 dl sykur

150 gr smör - brætt í potti og 5 dl af mjólk bætt útí eftir að smjörið er bráðnað

1 egg

 

Þurrefnum blandað saman og brædda smjörið með mjólkinni bætt út í ásamt egginu. Hrært saman í hrærivél. Látið hefast í 1 klst.

Deigið flatt út. Smjör brætt í potti og penslað á deigið. Kanilsykri dreift yfir og marsipan mulið einnig yfir (hægt að dreifa líka yfir súkkulaðibitum (dropum)).

Deiginu rúllað upp og skorið í bita.

Snúðarnir látnir hefast á bökunarplötu í 30 mín og svo bakaðir við 200°C í ca. 10 mín.

Njótið!