Menu
Vorhús
Vorhús er hönnunarhús sem vinnur náið með völdum hönnuðum að vöruþróun, framleiðslu og sölu á fallegum vörum sem hafa gott notagildi og eru framleiddar úr hágæða efniviði hverju sinni.
Fyrirtækið er upprunalega stofnað í lok árs 2007 af Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur og hefur um árabil selt hönnunarvörur undir nafni Sveinbjargar með góðum árangri. Samhliða auknum vexti erlendis og áhuga hönnuða á starfsemi fyrirtækisins var ákveðið að víkka út starfsemina í hönnunarhús og breyta nafni fyrirtækisins í Vorhus.
Vorhús dregur nafn sitt af gömlu bæjarnafni húss á Eyrarbakka sem langamma Sveinbjargar átti og hét Vorhús. Nafnið vísar til vorsins þegar ungar fæðast, gróður grænkar og líf færist í móana. Litrík náttúran og fjölbreytileiki hennar er okkar fyrirmynd. Það er því stefna fyrirtækisins að skapa líflegar vörur úr fjölbreyttum efnivið og að vera staður þar sem fólk kemur saman og skapar framtíðina.
Hönnuðir Vorhús
Sveinbjörg Hallgrímsdóttir
Sveinbjörg Hallgrímsdóttir er myndlistamaður og einn af hönnuðum Vorhus. Hún er jafnframt stofnandi fyrirtækisins og annar eigandi þess. Vörulína hennar einkennist af munstrum úr náttúrunni sem eru litrík og lifandi. Fjölbreytt vöruúrval og fjölbreyttir efniviðir eru ríkjandi og því ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Sveinbjörg hefur starfað sem myndlistamaður og myndlistarkennari á árum áður, þó einna helst vann hún í grafík og þá aðallega í tréristur og kopar. Þaðan koma mynstur hennar og hönnun og á þeim verkum byggir vörulína hennar. Það er íslenska náttúran sem er henni hvað mest hugleikin og veitir henni sterkan innblástur og er rauði þráðurinn í hönnun hennar.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.