Vorhús

Fyrirtækið er upprunalega stofnað í lok árs 2007 af Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur og seldi um árabil hönnunarvörur undir nafni Sveinbjargar með góðum árangri. Samhliða auknum vexti erlendis og því að fleiri hönnuðir komu að vöruþróun í fyrirtækinu var ákveðið að víkka út starfsemina í hönnunarhús. Sveinbjörg ákvað í framhaldinu að nafni fyrirtækisins yrði breytt í Vorhus.

Vorhús dregur nafn sitt af gömlu bæjarnafni húss á Eyrarbakka sem langamma Sveinbjargar átti og hét Vorhús. Nafnið vísar til vorsins þegar ungar fæðast, gróður grænkar og líf færist í móana. Litrík náttúran og fjölbreytileiki hennar er okkar fyrirmynd. Stefna fyrirtækisins er að skapa fallegar vörur úr fjölbreyttum efnivið og að vera staður þar sem hönnuðir skapa fyrir framtíðina.

 

Verslun Vorhús og skrifstofa er að finna við Hafnarstræti 71 á Akureyri.

Opnunartími er alla virka daga frá kl:11 til 17.  (Lokað á mánudögum í janúar og febrúar)

Opið er jafnframt á laugardögum kl:11 til 14.

Netfang Vorhús er: info(hjá)vorhus.is

Símanúmer Vorhús er: 461-3449

 

Eigendur og starfsmenn Vorhús:

Eydís Ólafsdóttir – markaðs-og sölustjóri – eydis(hjá)vorhus.is

Fjóla Björk Karlsdóttir – framkvæmdastjóri – fjola(hjá)vorhus.is

Sigríður Björg Haraldsdóttir – hönnunarstjóri – sigga(hjá)vorhus.is

Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, hönnuður