Menu
Skógarböðin á Akureyri eru að opna um þessar mundir og við hjá Vorhús fengum forskot á sæluna og fórum í myndatöku fyrir nýju fallegu handklæðin okkar. Við óskum eigendum og starfsfólki Skógarbaðanna til hamingju með dásamlegan stað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Þessa köku er tilvalið að gera daginn áður en ætlunin er að bera hana fram til að vinna sér í haginn. Við hjá Vorhús erum svo heppnar að eiga vini sem reka fyrirtækið Matlifun og þau sendu okkur þessa uppskrift og smakk sem rann ljúflega niður einn eftirmiðdaginn 😀 Einfaldlega dásamlega jólaleg aðventukaka sem enginn
Það er skemmtilegt að segja frá því að opinber dagur bananabrauðs er 23. febrúar og að fyrstu sögur sem fara af bananabrauði eru frá 1870. Fyrstu uppskriftirnar af bananabrauði koma þó ekki fram fyrr en í amerískum matreiðslubókum um 1930 en þá var það flokkað sem eftirréttur. Sagan segir að bananabrauð varð fyrst vinsælt þegar
Á ferðalögum er gott að hafa eitthvað gott að grípa í á ferðinni og þá eru súkkulaði-hafraklattarnir einstaklega hentugir. Klattarnir eru mjúkir, sætir og seðjandi og henta ungum sem öldnum. Uppskrift: 250 gr. mjúkt smjör 100 gr. sykur 160 gr. púðursykur 2 tsk vanillusykur 2 egg 190 gr hveiti 1 tsk matarsódi 1/2 tsk salt
Fríða Gylfadóttir rekur vinsæla Súkkulaðikaffihús Fríðu á Siglufirði og hefur staðið vaktina þar um árabil eða frá því að hún opnaði kaffihúsið árið 2016. Ævintýrið byrjaði á því að Fríða missti vinnuna og ákvað með manni sínum að gera eitthvað úr áhugamálinu að búa til konfekt og opna súkkulaðikaffihús. Fríða skellti sér til Belgíu í
Við eigum flest okkar uppáhalds súkkulaðikökuuppskrift. Því ekki að setja hana í páskabúning! Hægt er að kaupa alls konar lítil og skrautleg súkkulaðipáskaegg sem gera súkkulaðikökuna þína skemmtilegri og gleðja bæði augu og bragðlaukana um páskana. Við mælum með því að nota hringlaga form, láta súkkulaðiglassúr leka niður hliðarnar og skreyta með litlum páskaeggjum. Svo
Nú hefur aldrei verið jafn réttur tími til að dreifa gleðinni og senda kveðjur til ástvina. Aukin samvera fjölskyldunnar gefur okkur tækifæri til að dusta rykið af jólakortaskrifum. Allir fjölskyldumeðlimir geta tekið þátt. Handskrifuð kveðja til fjölskyldu og vina um jólin gæti glatt meira en við getum gert okkur í hugarlund. Hugmyndir að skrifum gæti
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir er matreiðslumeistari og meðlimur í okkar framúrskarandi kokkalandsliði. Hún er einnig mikill aðdáandi brauðtertunnar sem hefur aldrei verið vinsælli en einmitt núna enda eru þær bæði góðar og stórglæsilegar á veisluborðinu. Við fengum Fanneyju í lið með okkur til að útbúa einstaka brauðtertu með þjóðlegu ívafi í tilefni af 17. júní. Efniviðinn
Sprengidagur eða sprengikvöld er þriðjudagur í föstuinngangi fyrir lönguföstu, 7 vikum fyrir páska. Elsta heimild um hið íslenska heiti dagsins tengist matarveislu fyrir föstuna. Í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá árunum 1752-57 segir að „Kveld hvíta Týsdags heitir sprengikveld því þá fékk allt vinnufólk svo mikið að eta af hangikjöti sem framast gat