ULLARTEPPI
Margir litir - Margar gerðir
SKOÐA
Slide 2 Heading
Lorem ipsum dolor sit amet consectetur adipiscing elit dolor
Click Here
Slide 3 Heading
Lorem ipsum dolor sit amet consectetur adipiscing elit dolor
Click Here
Previous slide
Next slide
Ískaffi með karamellukeim

Lærðu að gera þitt eigið einstaka ískaffi með karamellu keim – komdu vinkonunum á óvart!

Sumarfríið er rétti tíminn til að bjóða í kaffibolla og ná góðu spjalli. Þó að sólin eigi stundum erfitt með að brjótast út úr skýjunum þá er alltaf hægt að skapa notalega sumarstemmningu í rólegheitunum heima. Það þarf hvorki að vera flókið eða taka langan tíma.

UPPSKRIFT AÐ ÍSKAFFI
Einfaldur dásamlegur ískaffidrykkur á nokkrum mínútum.
Það sem þarf að eiga út í kaffið er:
Súkkulaði með mjúkri karamellufyllingu (t.d. Nói síríus pralín)
Hafsalt
Ísmolar (passa að nota ekki of mikið af þeim þó)
Mjólk
Rjómi

Hellt er upp á sterkt og gott kaffi og hellt í bolla. Einn súkkulaðibiti (eða tveir) eru settir í heitt kaffið. Nokkrum saltflögum skellt útí. Þegar súkkulaðið er bráðnað er örfáum ísmolum skellt útí til kælingar. Að lokum er fyllt upp með mjólk og léttþeyttum rjóma. Algjört sælgæti!
Tvöföldu thermo bollarnir frá Vorhús halda bæði köldu og heitu svo þeir eru tilvaldir fyrir bæði kalda og heita drykki. Njóttu þess besta og gerðu vel við þig í amstri dagsins 🙂
Fást með mismunandi munstrum, annars vegar Garðveislumynstri og svo hrafnamynstri. Nýjustu bollarnir komu á markað fyrir nokkrum mánuðum og fagnar Vorhús nú 10 ára afmæli með þessum einstöku silfurslegnu bollum. Vinsæl íslensk hönnun sem hentar vel til ýmissa nota og er góð gjöf fyrir fólk á öllum aldri.
Verslaðu hér á síðu Vorhús -Frí heimsending ef verslað er fyrir 4000 kr eða meira.
Fást einnig hjá sérvöldum verslunum um land allt - sjá sölustaði hér.

#bolli
#íslenskhönnun
#kaffi
#aðeinsþaðbesta
#ískaffi
#DIY