Bolludagur Vorhús

Rjómabolla ömmu – uppskrift

Klassískar rjómabollur

Bolludagurinn er handan við hornið og samfélagsmiðlarnir fyllast af dásamlegum myndum af girnilegum bollum. Hugmyndaflugið er látið ráða í allskonar útfærslum á rjóma, kremum, búðingum og glassúr.

Ein tegund af bollum er samt alltaf ómissandi. Þessi klassíska sem var á borðum heima í eldhúsinu hjá ömmu.

Við erum hér með eina frábæra uppskrift af gerbollum. Auðvitað má nota hvað sem er á milli en okkur finnst best að hafa rabbabarasultu og rjóma….alveg eins og amma hafði þær.

Gerbollur ömmu

2 egg

½ dl sykur

½ tsk salt

1 tsk kardimommudropar

100 gr brætt smjör

600 gr hveiti

2 msk þurrger

3 dl volgt vatn (ekki heitara en 40°c)

Egg, sykur og salt hrært vel saman í hrærivél.

Hveiti, þurrgeri og volgu vatni bætt út í (Hér er gott að nota hnoðarann á hrærivélinni)

Kardimommudropum og bræddu smjöri (má ekki vera heitara en 40°c) bætt útí og hnoðað þangað til deigið er orðið jafnt og fallegt.

Deigið látið lyfta sér í 1-2 klst.

Bollur mótaðar,  raðað á plötu með bökunarpappír og penslaðar með mjólk.

Bakaðar í ofni við 180°C í u.þ.b. 20 mín.

Svo er um að gera að láta hugmyndaflugið ráða. Hvort sem þú prófar nýja kremið frá Betty Crocker eða hrærir upp súkkulaðiglassúr þá eru þessar bollur líka góðar með osti og smjöri.

#bollur #rjómabollur #gottimatinn # kaffihlaðborð #uppskrift

Upplýsingar um Bolludaginn

Flengingar og bolluát berst líklega til Íslands fyrir dönsk eða norsk áhrif á síðari hluta 19. aldar, líklega að frumkvæði þarlendra bakara sem settust hér að. Heitið Bolludagur er ekki þekkt fyrr en eftir aldamót og mun orðið til hérlendis. Upphaflega bárust siðirnir að slá köttinn úr tunnunni og að marsera í grímubúningum frá Danmörku fyrir 1870 en lagðist víðast hvar af eftir aldamótin. Þessir siðir héldust samt áfram á Akureyri en 1915 færðust þeir yfir á öskudaginn og hafa síðan smásaman breiðst þaðan út aftur sem öskudagssiðir. Heitið bolludagur sést fyrst á prenti 1910 en annars var dagurinn oft kallaður flengingardagur (upplýsingar teknar af Wikipedia).