NÝTT matar-og kaffistell frumsýnt á HönnunarMars í Epal Skeifunni


Vorhús kynnir fyrsta matar-og kaffistell sinnar tegundar á Íslandi sem hannað er af listamanninum Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur.

Sveinbjörg hefur um árabil starfað sem hönnuður undir eigin nafni en fyrirtæki hennar Vorhús er nú á HönnunarMars að frumsýna fullbúið matar-og kaffistell í Epal í Skeifunni. Stellið er veglegt og samanstendur af matardiskum, djúpum diskum, kökudiskum, kaffi- og tebollum, tekatli, steikarfati, tertufati, sósukönnu, rjómakönnu og fylgiskálum í mismunandi stærðum. Það er því heildstætt og uppfyllir þarfir bæði stórra og lítilla heimila. Stellið er unnið úr hágæða hvítu postulíni og því endingargott og notendavænt í daglegri notkun sem og á hátíðisdögum. Fallegt og stílhreint yfirbragð mynstursins gefur stellinu klassískan blæ sem er í senn norrænn og með sterkum persónuleika hönnuðar.

Uppruna mynstursins er að finna í myndlistaverkum Sveinbjargar sem nefnist Garðveisla. Í listaverkunum spilar Reyniviðurinn aðalhlutverkið í fæðuleit fuglanna í íslenskum görðum á haustin. Reyniviður óx villtur á Íslandi við landnám og hefur djúpar rætur í norrænni menningu.Tréð var helgað Þór í norrænni goðafræði og var heilagt að mati kristinna manna. Á árum áður þótti til heilla að rækta Reynivið og var hann og er enn afar vinsæll í íslenskum görðum.

Kíktu í Epal Skeifunni á næstu dögum eða skoðaðu vefverslun okkar hér á síðunni og sjáðu allt stellið.