Sprengidagurinn mikli – uppskrift

Sprengidagur eða sprengikvöld er þriðjudagur í föstuinngangi fyrir lönguföstu, 7 vikum fyrir páska. Elsta heimild um hið íslenska heiti dagsins tengist matarveislu fyrir föstuna.
Í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá árunum 1752-57 segir að „Kveld hvíta Týsdags heitir sprengikveld því þá fékk allt vinnufólk svo mikið að eta af hangikjöti sem framast gat í sig látið en ket var síðan ekki etið fyrr en á páskum.“ Hangikjöt var lengstum helsti veislukosturinn enda salt af skornum skammti. Frá síðasta hluta 19. aldar er vitað um saltkjöt og baunir á sprengidag og er sú hefð nú almenn.

Hér er dásamleg uppskrift úr smiðju matreiðslumannsins Úlfars Finnbjörnssonar:

Saltkjöt og baunir – klassíski rétturinn
Setjið kjötið í pott með 2,5 L af vatni og sjóðið við vægan hita í 60-75 mín. Hitið olíu í öðrum potti og kraumið beikon og lauk í 2 mín. Bætið þá baunum og vatni í pottinn og sjóðið við vægan hita í 30 mín. Hrærið í pottinum reglulega. Bætið þá 1-2 kjötbitum í súpupottinn og sjóðið í 30 mín. í viðbót.
Fyr¬ir 4-6
• 1,5 kg saltkjöt
• 2,5 L vatn
• 2 msk. olía
• 1 laukur, smátt saxaður
• 2 beikonsneiðar, smátt saxaðar
• 250 g gular baunir, lagðar í kalt vatn yfir nótt, síðan er vatnið sigtað frá
• 2 l vatn
• ½ tsk. nýmalaður pipar
Aðferð:
Setjið kjötið í pott með 2,5 l af vatni og sjóðið við vægan hita í 60-75 mín. Hitið olíu í öðrum potti og kraumið beikon og lauk í 2 mín. Bætið þá baunum og vatni í pottinn og sjóðið við vægan hita í 30 mín. Hrærið í pottinum reglulega. Bætið þá 1-2 kjötbitum í súpupottinn og sjóðið í 30 mín. í viðbót. Þegar kjötið er orðið meyrt undir tönn og baunirnar mjúkar er súpan maukuð með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Sumir vilja hafa súpuna örlítið grófa, þá er hún pískuð duglega með písk. Smakkið til með pipar.

Berið súpuna fram með kjötinu ásamt soðnum kartöflum, rófum og gulrótum.

Source: Wikipedia og https://www.mbl.is/matur/frettir/2018/02/13/klassisk_uppskrift_ad_saltkjoti_og_baunum/